40 ár í kjördeild

Hjónin Árni Erlingsson og Sirrý Sæland voru mætt í sína …
Hjónin Árni Erlingsson og Sirrý Sæland voru mætt í sína kjördeild í morgun. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Kjörsókn virtist með rólegra móti í morgunsárið á Selfossi, það var einkum eldra fólk sem vant er að mæta snemma á kjörstað, sem þangað var komið fyrr í morgun.

Mikil rigning er á Selfossi, svo sem víðar um landið, sem jafnan er talið hafa áhrif á kjörsókn.

Hjónin Árni Erlingsson og Sirrý Sæland voru þó mætt í sína kjördeild í morgun. Þar tók á móti þeim Erlendur Daníelsson, bókaútgefandi og fyrrverandi lögreglumaður, en fjörutíu ár eru frá því Erlendur hóf fyrst störf í kjördeild á kjördag. Hann hefur upplifað ýmsar breytingar í gegnum tíðina, og sem dæmi hefur orðið breyting á kjörstaðnum og kjördeildum á Selfossi í dag, þar sem fjölgun íbúa hefur verið svo mikil, að bæta hefur þurft við kjördeild og færa þær í stærra rými í Vallaskóla.

Vegna breytinga á kjörstað þótti Guðmundi húsverði í Vallaskóla á …
Vegna breytinga á kjörstað þótti Guðmundi húsverði í Vallaskóla á Selfossi rétt að koma fyrir vegvísum fyrir kjósendur í morgun. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert