Hitnaði mjög í kolunum í viðtali við Loga

Líkt og í fyrri þáttum Dagmála þar sem rætt er við formenn stjórnmálaflokkanna í aðdraganda kosninga bárust gjaldmiðlamál íslenska hagkerfisins til tals þegar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar mætti í settið. Hann talar fyrir því, líkt og flokkur hans að Íslandi gangi í Evrópusambandið og taki upp evru í stað krónunnar.

Var hann spurður að því hvort hann hefði fremur viljað hafa evruna en krónuna þegar ferðaþjónustan hrundi á fyrri hluta árs 2020.

Vildi Logi meina að spurningin væri „hypotetísk“ en svaraði því til að margt væri með öðrum hætti í íslensku hagkerfi í dag ef við hefðum um einhvern tíma búið við evruna í stað krónu. Þannig hefði ferðaþjónustan að hans mati, sennilega vigtað minna í heildarumsvifum hagkerfisins ef evran hefði verið við lýði.

Lágvaxtaumhverfi fylgdi evrunni

Logi benti á að íslenskt hagkerfi hefði búið við lægra vaxtaumhverfi ef evran hefði verið gjaldmiðill hagkerfisins en krónan. Var hann þá spurður út í hvaða áhrif slíkt lágvaxtaumhverfi hefði haft á fasteignamarkaðinn.

Spannst af þessu hin hressilegasta umræða og fullyrti Logi að þáttastjórnendur væru að tala fyrir íslensku krónunni í þáttunum. Tók hann með því undir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem var gestur Dagmála á fimmtudag. Vildi hún þá meina að þáttastjórnendur væru „krónukarlar.“

Þáttinn í heild sinni má sjá hér:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert