Var hringdur inn

Jóhann Páll Jóhannsson ásamt kærustu sinni Önnu Bergljótu Gunnarsdóttur.
Jóhann Páll Jóhannsson ásamt kærustu sinni Önnu Bergljótu Gunnarsdóttur. Ljósmynd/Karítas

„Ef ég enda inni í nótt, þá er það fyrst og fremst vegna þess að ég var hringdur inn af sjálfboðaliðum. Í Samfylkingunni er ótrúleg grasrót, hópur fólks sem er búinn að hringja og hringja, bera út rósir, ganga í hús og skipuleggja sig vel,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, sem er sem stendur inni sem uppbótarþingmaður. 

„Ég er ofboðslega stoltur og þetta er mesti heiður sem hægt er að hugsa sér, að fá að vera þingmaður jafnaðarmanna, þingmaður Reykvíkinga og þingmaður allra landsmanna og ég ætla svo sannarlega að standa í stykkinu,“ sagði Jóhann Páll.

Hvað ætlar þú að gera ef þú dettur út í nótt?

„Ætli maður flýi þá ekki bara land.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert