Elín Oddný vill fyrsta sæti og oddvitaslagur í VG

Elín Oddný Sigurðardóttir.
Elín Oddný Sigurðardóttir.

Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, sækist eftir að leiða flokkinn fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi flokksins og núverandi oddviti hans, lýsti því yfir í gær að hún sæktist eftir endurkjöri. Ljóst er því að slagur verður um oddvitasæti flokksins í borginni.

Á félagsfundi Vinstri grænna í Reykjavík á mánudaginn var samþykkt að stuðst yrði við prófkjör við val í efstu þrjú sæti listans. Ekki liggur fyrir hvenær prófkjörið fer fram.

Elín sem nú skorar Líf á hólm er 42 ára gömul og búsett í Háaleitishverfinu ásamt eiginmanni sínum, Haraldi Vigni Sveinbjörnssyni tónlistarmanni og börnunum þeirra tveimur.

Elín Oddný er með meistaragráðu í félags- og kynjafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og er auk þess framhaldsskólakennari að mennt. Hún hefur lengi verið virk í starfi Vinstri grænna, bæði í Reykjavík og á landsvísu, og hefur m.a. verið varaformaður velferðarráðs, fulltrúi í skóla- og frístundaráði og menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.

Líf Magneudóttir er grunnskólakennari, oddviti og borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs, formaður stjórnar Sorpu bs., varaformaður borgarráðs og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.

Hún er í sambúð með Snorra Stefánssyni lögmanni og eiga þau fjögur börn á aldrinum 10 til 22 ára. Þau eru búsett í Vesturbæ Reykjavíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert