Samkomulag í höfn um meirihlutasamstarf

Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hélt velli í Múlaþingi í síðustu …
Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hélt velli í Múlaþingi í síðustu sveitarstjórnarkosningum. mbl.is

Oddvitar framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi munu skrifa undir samkomulag klukkan sex í dag um áframhaldandi meirihlutasamstarf flokkanna á komandi kjörtímabili. 

Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu, segir að flokkarnir hafi fundað mikið og þétt síðustu daga. Flokkarnir voru í samstarfi á liðnu kjörtímabili sem gekk vel og var því fyrsti kostur að reyna að halda því áfram eftir að niðurstöður kosninga lágu fyrir.

Nú sé komið að því að ganga frá samkomulaginu og mun undirritunin fara fram í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs sem er staðsett í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert