Málefnasamningur undirritaður á 114 ára afmæli

Meirihlutinn í Hafnarfirði hélt velli í síðustu bæjarstjórnarkosningum.
Meirihlutinn í Hafnarfirði hélt velli í síðustu bæjarstjórnarkosningum. mbl.is

Nýr málefnasamningur meirihlutans í Hafnarfirði, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn skipa, verður kynntur og undirritaður á morgun þann 1. júní á sjálfum 114 ára afmælisdegi bæjarins.

Athöfnin fer fram í Hellisgerði og hefst klukkan 14:00, að því er fram kemur í tilkynningu flokkanna.

Flokkarnir skrifuðu undir samkomulag um áframhaldandi meirihlutasamstarf í síðustu viku. Þá var einnig tilkynnt um að Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins myndi halda áfram sem bæjarstjóri til 1. janúar 20025 en þá tekur Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar við embættinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert