Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi, fyrirlesari og meðferðaraðili hjá Fyrsta skrefinu, segir meðvirkni vera alvarlegt og fyrirferðarmikið vandamál sem hrjáir marga. Hann segir meðvirkni vera lærða hegðun sem á rætur sínar að rekja til mótunarára verðandi sjálfstæðra einstaklinga og verður til í uppvexti þeirra.