Það var ekki þverfótað fyrir skemmtilegu fólki þegar Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson fögnuðu útkomu bókar sinnar, Reykjavík. Um er að ræða glæpasögu sem þau skrifuðu í sameiningu. Ragnar er þekktur glæpasagnahöfundur og hefur gefið út eina glæpasögu á ári frá 2009. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er aftur á móti sérfræðingur í glæpasögum en það var drottning glæpasagnanna, Agatha Christie sjálf, sem leiddi þau saman.