Þegar skáldsagan hefst eru sjö ár liðin frá því ljóðskáldið Svanur Bergmundsson losnaði úr klefa sínum á Litla-Hrauni, eftir að hafa afplánað nokkurra ára dóm fyrir manndráp í miðbæ Reykjavíkur. Lóa, systir Svans, er farin á heimili fyrir aldraða, og hefur sett íbúð sína í Þingholtunum á sölu, en leyfir bróður sínum að búa í henni þangað til hún selst.