Útsýni fjallar um Sigurlilju, unga konu „sem passar ekki inn í normið“, eins og móðir hennar segir, og er gædd óvenjulegri gáfu sem einfaldar ekki líf hennar. Þegar Teresa frænka hennar á Bakkafirði deyr kemur í hlut Sigurlilju að fara þangað norður og ganga frá dánarbúinu. Þá kemur í ljós að allir hafa eitthvað að fela – og sýna.