Maríanna Pálsdóttir snyrtifræðingur á Snyrtistofu Reykjavíkur varð fyrir miklum brotsjó í lífinu þegar hún var unglingur. Atvikið sem hún varð fyrir þegar hún var aðeins 14 ára gömul, sakleysislega á gangi að heiman og í skólann, átti eftir að draga dilk á eftir sér út í framtíð hennar og hafa varanleg áhrif á örlög hennar og lífsraunir.