Gylfi Ólafsson lét af störfum sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í september á síðasta ári og hefur síðan þá unnið að uppbyggingu sýningar um hagsögu Íslands og Vestfjarða. Meira
Steinunn Ósk Valsdóttir markaðsstjóri GeoSilica og annar hlaðvarpsstjórnandi Skipulagt Chaos er þriggja barna móðir. Hún segir að lífið hafi breyst til hins betra eftir að hún varð móðir. Meira
„Þetta voru einfaldlega hræðilegir dagar og þetta fór mjög illa.“ Þetta segir formaður Kennarasambands Íslands um afdrifaríka atburðarás sem átti sér stað í grunnskólum landsins árið 2021. Meira
Halla Tómasdóttir takes office as President of Iceland today. She will be the second woman to hold the position. The formal program begins today at 15:30. "The setup is the same as in 2016 [when Jóhannesson, the sitting president, first took office]. In 2020, of course, and during Covid, everything was smaller,” says Sigurður Örn Guðleifsson, a lawyer in the Prime Minister's Office who is responsible for organizing the inauguration, in an interview with Morgunblaðið. Meira
Greiningum á covid-19 hefur fækkað umtalsvert á síðustu tveimur vikum eftir að gripið var til aðgerða á Landspítala vegna aukins fjölda tilfella. Meira
Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands í dag. Hún verður önnur konan til að gegna embættinu. Meira
Nýjasta viðbótin í veitingaflóruna í miðborg Reykjavíkur er pitsuvagninn Pizza Port sem er að finna við Laugaveg 48. Þar standa vaktina tveir ungir menn og reiða fram súrdeigspitsur sem bakaðar eru í Ooni-pitsaofnum sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu misseri. Meira
Sundkappinn Adam Peaty hefur greinst með Covid-19 degi eftir að hann vann til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París í gær. Meira
„Varðandi verðlag og fasteignaverð, þá vísa ég því algjörlega á bug að það sé ferðaþjónustunni að kenna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira
„Það er mjög gaman að vera komin hingað til Parísar. Það er stórt að vera hérna og þetta er draumur að rætast,“ sagði sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir í samtali við mbl.is við ólympíuþorpið í París en hún er mætt á sína aðra Ólympíuleika. Meira
Íslendingar vinna lengur en íbúar annarra Evrópulanda en þó ekki jafn lengi og síðustu ár. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem leiða í ljós að þeir Íslendingar sem urðu 15 ára árið 2023 muni að jafnaði verja… Meira
Druslugangan verður haldin í tólfta sinn á morgun. Skipuleggjendur hátíðarinnar segjast spenntir fyrir deginum en finna þó fyrir ákveðnu bakslagi í samfélaginu þegar það kemur að jafnréttismálum. Meira
Sýningin „How to Become Icelandic in 60 Minutes“, sköpunarverk Bjarna Hauks Þórssonar, hefur heillað og frætt ferðamenn og Íslendinga í tólf ár og mun á laugardaginn fagna sinni þúsundustu sýningu í Hörpu. Meira
„Við getum ekki selt landið á þessum verðum sem nú er verið að bjóða. Tölum bara mannamál, þetta snýst um að vinda þarf ofan af dýrtíðinni,“ segir Guðmundur Kjartansson, forstjóri og aðaleigandi Iceland ProTravel Group samstæðunnar. - Meira
Síðustu vikur hafa verið viðburðaríkar í stjórnmálunum vestanhafs og munu seint gleymast. Sögulegar kappræður, banatilræði við Donald Trump og svo tilkynnti sitjandi forseti að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mun funda með Donald Trump, forsetaframbjóðanda og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á fimmtudag í Flórída. Meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóðina annað kvöld vegna ákvörðunar sinnar um að sækjast ekki eftir endurkjöri. Meira
„Veistu, ég sagði bara nei, þetta eru sömu krakkar og tóku samræmdu prófin, þau próf frusu og voru í endalausu rugli, ég hugsaði að börnin mín hefðu miklu meira að gera heldur en að sitja og taka einhver próf sem eru ekki að segja neinn skapaðan hlut.“ Meira
Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir það vel geta verið að ástæðan fyrir fleiri tilkynningum um áhættuhegðun barna sé einangrun á tímum samkomutakmarkana stjórnvalda. Meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði það „vera það rétta í stöðunni“ að sækjast ekki eftir endurkjöri og hvatti stuðningsmenn sína til að styðja Kamölu Harris varaforseta. Meira