„Þetta er áfall fyrir bæjarfélagið á Akranesi að missa þetta félag úr rekstri. Þetta er vagga þekkingar og hugvits og fjöldi verðmætra starfa sem þarna eru,“ segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness, um gjaldþrot Skagans 3X. Meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur eftir sigur á Stjörnunni í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu í Víkinni í kvöld. Víkingur er þar með kominn í bikarúrslit í fimmta sinn í röð. Meira
Agnar Tómas Möller, fjárfestir á skuldabréfamarkaði, óttast að versnandi lánsfjárþörf ríkissjóðs valdi ruðningsáhrifum á skuldabréfamarkaði. Óvíst sé hvort kjör annarra útgefenda muni batna þegar og ef vaxtalækkunarferli hefst. Samkvæmt fjármálaáætlun sem kynnt var fyrr á árinu versnar lánsfjárjöfnuður næstu árin mikið frá fyrri áætlun. Meira
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að þau muni greiða lyfjafyrirtækinu Moderna 176 milljónir dala til að flýta fyrir þróun bóluefnis gegn heimsfaraldri inflúensu sem hægt verði að nota til að meðhöndla fuglaflensu í fólki. Áhyggjur hafa undanfarið aukist vegna fjölgunar tilfella í mjólkurkúm þar í landi. Meira
Arna Bech og Júlíana Magnúsdóttir hafa yfirgripsmeiri þekkingu en margur á taugasjúkdómnum MG sem hrjáir þær báðar og er sannkallaður úlfur í sauðargæru með óþekktum mótefnum og einkennum sem misgreinast með banvænum afleiðingum. Meira
Anna Rún skrifar um ofbeldi, þöggun og blekkingar. Meira
„Við höfum séð aðeins fleiri covid-greiningar koma til okkar síðustu vikur. Þá kannski sérstaklega síðustu þrjár vikur eða svo,“ segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir við embætti landlæknis, um fjölgun tilfella covid-19-veirunnar í samfélaginu. Meira
„Við erum að sjá mikla aukningu í nammikaupum viðskiptavina okkar, en það sem af er ári þá hefur nammisala í nammibörum aukist um heil 522% hjá okkur. Það er okkur ljóst að Íslendingar eru alveg nammióðir, og þá sérstaklega Selfyssingar.“ Meira
Í dag hófst fimm daga verkfall breskra unglækna sem krefjast 35% launahækkunar. Slétt vika er í að Bretar gangi að kjörborðinu en ástand opinbera heilbrigðiskerfisins þar í landi er eitt af helstu málefnum þingkosninganna. Meira
Markvörður Argentínu, Emiliano Martinez, er þekktur fyrir ögrandi hegðun á fótboltavellinum. Hann gerði stuðningsmenn Síle brjálaða með því að fagna sigurmarki Argentínu fyrir framan þá í nótt. Meira
Ofbeldi meðal barna þar sem börn eru gerendur eru að stóraukast í allri tölfræði að sögn Ásmundar Einarssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hann nefnir þá meðal annars aukningu gengjamyndunar og fjölgun barnaverndarmála þar sem börn eru gerendur sem dæmi um það. Meira
Magnús Geir Þórðarson hefur verið endirráðinn í stöðu þjóðleikhússtjóra, til næstu fimm ára. Meira
Atvinnuleysi hefur aukist frá síðasta sumri og líklegt er að það muni aukast á næstu misserum vegna þétts peningalegs aðhalds. Þetta kemur fram í nýútgefinni Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans. Meira
„Heilt yfir held ég að þinglokin hafi tekist ágætlega þó það blasi við öllum að ríkisstjórnarsamstarfið er búið,“ segir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, spurður hvernig nýafstaðin þinglok leggist í flokkinn. Meira
Hestamannamót eru að mestu keyrð áfram aaf ástríðuhestamanna og margir sem leggja mikið á sig til að allt gangi upp að sögn formanna Spretts og Fáks. Meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir skynsamlegt að ríkið komi að borðinu í markaðssetningu á Íslandi til ferðamanna. Meira
„Góðu fréttirnar eru þær að við erum með þetta nám sem verið er að kalla eftir.“ Meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, boðar átak í neytendamarkaðssetningu fyrir ferðamenn. Kostnaðurinn mun hlaupa á hundruðum milljóna króna. Meira
UN Women á Íslandi og Iceland Hotel Collection by Berjaya hafa tekið höndum saman og gert með sér samstarfssamning til þriggja ára. Markmiðið með samstarfinu er að stuðla að menningu jafnréttis innan hótelkeðjunnar Iceland Hotel Collection by Berjaya og að afla fjár til verkefna UN Women á heimsvísu. Meira
„Við lokum augunum fyrir fátækt á Íslandi, þannig er það bara. Það getur verið þægilegt að stinga höfðinu í sandinn,“ segir Sigrún Steinarsdóttir Ellertsen sem hlaut í dag riddarakross fyrir framlag sitt til mannúðarmála í heimabyggð. Meira