Staða íslensks efnahagslífs er góð. Hins vegar hafa ríkisútgjöld farið úr hófi fram og verða ósjálfbær ef fram heldur sem horfir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í álitsgerð fjármálaráðs fyrir árin 2025-2029 sem kynnt var í gær. Meira
Fyrstu þrír mánuðir þessa árs sýna að aldrei hafa fleiri verið á ferðinni á reiðhjólum á höfuðborgarsvæðinu í upphafi árs. Samkvæmt tölum úr reiðhjólateljurum á höfuðborgarsvæðinu fyrstu þrjá mánuði ársins má sjá að fjölgun var á ferðum í öllum mánuðunum frá því í fyrra Meira
„Ég er búin að upplifa alls kyns tíma í þessu ferðalagi, suma alveg yndislega en suma erfiða. Svo þegar reksturinn gengur brösuglega þarf maður að vera tilbúinn að finna út úr hlutunum og vera lausnamiðaður. Það getur verið mikil ábyrgð að bera ein ábyrgð á fyrirtæki.“ Meira
Þátttaka barna á Íslandi í almennum bólusetningum hefur dregist saman um allt að 6% á árunum 2018 til 2022. Meira
Kostnaður Alþingis vegna þátttöku í alþjóðastarfi er tæplega 344 milljónir króna síðustu þrjú árin. Þar af var kostnaðurinn rúmar 153 milljónir í fyrra. Meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti skaut föstum skotum á mótframbjóðanda sinn Donald Trump er hann ávarpaði iðnaðarmenn á viðburði sem haldinn var í Washington í gær. Meira
„Það þarf að vinna mikinn fjölda upp og þegar færri börn fá bólusetningar þá minnkar allsherjarvörnin og þá sjáum við sjúkdóma fara aftur á stjá sem annars hefði verið haldið í skefjum með víðtækri bólusetningu.“ Meira
„Eldum rétt hefur auðvitað tekið stökkbreytingu á þessum áratug sem hefur liðið, stækkað og þróast, umfangið er náttúrulega allt annað en það var hér áður fyrr. Fyrst voru þetta auðvitað bara nokkrir viðskiptavinir en í dag er hópurinn stór.“ Meira
„Ég gæti hreinlega ekki sagt þér í hvaða tóntegund nein af mínum lögum eru í, en ég vil meina að það sé bara jákvætt, það er auðveldara að hugsa út fyrir kassann ef maður hefur aldrei verið inn í honum.“ Meira
Viðhald og endurbætur á Ráðherrabústaðnum standa ennþá yfir. Framkvæmdir hófust sl. haust og er gert ráð fyrir að þeim ljúki um eða upp úr næstu áramótum. Endurnýjun húsgagna og húsbúnaðar mun þó taka lengri tíma Meira
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra gerir ráð fyrir því að fjármálaáætlun fyrir árin 2025 til 2029 verði samþykkt í júní að loknu stuttu hléi sem gert verður á Alþingi vegna forsetakosninganna. Meira
Tónlistarmaðurinn Ásbjörn Morthens, betur þekktur sem Bubbi, fer fögrum orðum um Katrínu Jakobsdóttur, forsetaframbjóðanda og fyrrverandi forsætisráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira
Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu síðasta árs nam 8,8%.Hefur hluturinn aldrei verið stærri en til samanburðar nam hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu 7,5% árið 2022 og að jafnaði 8,2% á árunum 2016 til 2019, þ.a. fyrir heimsfaraldur Covid-19. Meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist vilja sjá sem mest aðhald í fjárlögum ríkisstjórnarinnar og að hann hafi áhyggjur af að fasteignaverð sé farið að hækka á ný. Meira
Mikið óveður gekk yfir landið yfir páskahátíðina en það var varla að sjá á hringveginum þegar blaðamenn Morgunblaðsins lögðu leið sína austur á land þriðjudaginn eftir páska. Meira
Síðasta ár var líklega blómlegasta ár íslenskrar kvikmyndagerðar. Kvikmyndaaðsókn á íslenskar bíómyndir náði sem dæmi hæstu hæðum en yfir 15% allra þeirra sem sóttu íslensk bíóhús heim gerðu það til að líta íslenskar bíómyndir augum. Meira
David Calhoun, forstjóri Boeing, fékk 33 milljónir dala í bætur fyrir árið 2023 en hafnaði 2,8 milljón dala bónus, tæplega 400 milljónum króna, í kjölfar flugatviks sem varð hjá Alaska Airlines í janúar. Meira
„Ég og kærastinn minn fluttum út nýársdag 2023. Ég hafði þá ekki komið til Berlínar áður en ég útskrifaðist með B.A. í arkitektúr frá LHÍ sumarið 2022,“ segir Sólveig María Gunnarsdóttir. Meira
Veggjalús hefur myndað ónæmi gagnvart flestum tegundum eiturefna. Fyrir vikið hefur orðið sprenging í útköllum hjá meindýraeyðum. Meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að tilgangur hækkunar á bindiskyldu sé fyrst og fremst að tryggja betur fjárhag Seðlabankans. Ekki sé hægt að setja hana í samhengi við næstu vaxtaákvörðun bankans. Meira