Þriðja kynslóð í farsímatækni boðin út í Rússlandi í haust

Stúlka sýnir nýlega farsíma.
Stúlka sýnir nýlega farsíma. AP

Leonid Reiman, ráðherra fjarskiptamála í Rússlandi, greindi frá því í dag að stjórnvöld ætli að bjóða út leyfi fyrir innleiðingu þriðju kynslóðar í farsímatækni síðar á þessu ári. Farsímamarkaðurinn í Rússlandi er nærri því mettur en farsímanotendur eru 120 milljón talsins. Að sögn Reimans er það einmitt ástæðan fyrir því að nauðsynlegt þykir að uppfæra kerfið en einungis 30 milljón farsímanotendur vantar upp á að allir Rússar eigi farsíma.

Þegar farsímar sem styðja þriðju kynslóð í farsímatækni verða komnir í gagnið geta þjónustuveitur boðið viðskiptavinum upp á útsendingar á tónlist, sjónvarpefni og netaðgang í farsímum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka