Perluskreyttar mýs á tæknisýningu

Þessar perluskreyttu mýs og lyklaborð eru meðal sýningargripa á CeBIT …
Þessar perluskreyttu mýs og lyklaborð eru meðal sýningargripa á CeBIT sýningunni. Reuters

Tæknisýningin CeBIT hefst í dag í Hannover í Þýskalandi. CeBIT er stærsta tæknisýning heims þótt heldur hafi dregið úr umfanginu á síðustu árum en nokkur stærstu tæknifyrirtæki heims, þar á meðal Apple, Hewlett-Packard og Cisco Systems, taka ekki lengur þátt henni. Þá eru stórir farsímaframleiðendur á borð við Nokia og Motorola ekki með.

Í ár sýna 6059 fyrirtæki frá 77 löndum vörur sínar á sýningunni og er búist við að um 850 þúsund manns komi þangað. Fyrir sex árum tóku um 8100 fyrirtæki þátt og yfir milljón manns skoðuðu sýninguna.

Ástæðan fyrir samdrættinum er ekki minnkandi áhugi á tæknivörum heldur sú að mun fleiri og sérhæfðari sýningar eru nú í boði.

Starfsmaður fjarlægir plast af veggspjöldum með myndum af farsímum.
Starfsmaður fjarlægir plast af veggspjöldum með myndum af farsímum. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka