Tæplega þúsund slösuðust í Rússlandi

Alls slösuðust um eitt þúsund manns þegar loftsteinadrífa lenti í Mið-Rússlandi í morgun. Aldrei áður hafa jafn margir slasast þegar loftsteinn hefur lent á jörðinni.

Á hverjum degi hafna um 100 tonn af geimrusli á jörðinni, að sögn stjörnufræðinga. Í flestum tilvikum verður enginn var við það ólíkt því sem gerðist snemma í morgun í Rússlandi þegar himinninn lýstist upp og höggbylgja myndaðist þegar loftsteinninn, sem splundraðist, lenti á jörðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá rússneskum yfirvöldum slösuðust rúmlega 950 manns í Chelyabinsk, einkum vegna þegar fólk skar sig á glerbrotum þegar rúður brotnuðu í höggbylgjunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert