Michelle Obama fórnarlamb hakkara

Michelle Obama.
Michelle Obama. AFP

Tölvuhakkarar komust yfir kennitölur milljóna Bandaríkjamanna, m.a. sjálfrar forsetafrúarinnar, Michelle Obama. Fleiri þekktir einstaklingar voru fórnarlömb þrjótanna.

Í frétt BBC segir að blaðamaðurinn Brian Krebs hafi rakið slóð upplýsinga til hakkaranna sem stunduðu viðskipti með stolnar persónuupplýsingar.

Í mars hóf svo Alríkislögreglan og leyniþjónustan að rannsaka hvernig tölvuþrjótarnir komust yfir kennitölur fólks og aðrar persónuupplýsingar. Var vefsíðan exposed.su sérstaklega tekin til rannsóknar. Henni hefur nú verið lokað en þar voru m.a. birtar persónuupplýsingar um Bill Gates, Beyonce Knowles, Jay-Z, Ashton Kutcher og marga aðra. Talið er að þrjótarnir hafi aflað upplýsinga um fjórar milljónir Bandaríkjamanna og selt þær gegn vægu verði.

Sjá frétt BBC í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert