Voyager 2 yfirgefur sólkerfið

Sex ár eru síðan Voyager 1 yfirgaf sólkerfið og varð …
Sex ár eru síðan Voyager 1 yfirgaf sólkerfið og varð fjarlægasti manngerði hlutur frá jörðu. AFP

Geimfarið Voyager 2 hefur nú fylgt farinu Voyager 1 eftir og yfirgefið sólkerfið, rúmlega 41 ári eftir að því var skotið á loft með það að markmiði að rannsaka ystu plánetur sólkerfisins.

Voyager 1 og 2 eru mannlausar könnunarflaugar, en Voyager 2 var skotið á loft 20. ágúst 1977. Stefnan var sett á Úranus og Neptúnus, með stuttri viðkomu hjá Júpíter og Satúrnusi. Voyager 1 var skotið á loft sextán dögum síðar, eða 5. september 1977, og var eingöngu beint að Satúrnusi.

Sex ár eru síðan Voyager 1 yfirgaf sólkerfið og varð fjarlægasti manngerði hlutur frá jörðu, en nú hefur Voyager 2 fylgt í fótspor þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert