Kvöddu Marsfarið Opportunity

Tölvuteiknuð mynd af Opportunity sem er á stærð við bíl, …
Tölvuteiknuð mynd af Opportunity sem er á stærð við bíl, um 1,5 metra hátt en veg­ur aðeins 185 kíló­grömm. AFP

Langlífasta vélmenni sem sent hefur verið frá jörðu til annarrar plánetu á vegum NASA hefur lokið leiðangri sínum. Frá þessu greindu vísindamenn NASA í dag.

Vélmennið Opportunity var sent til Mars árið 2004 og hefur síðan þá ráfað um yf­ir­borð rauðu plán­et­unn­ar í fimmtán ár, en það hvarf sjón­um vís­inda­manna 10. júní í fyrra í mikl­um sand­byl.

Opport­unity er á stærð við bíl, um 1,5 metra hátt en veg­ur aðeins 185 kíló­grömm. Það hef­ur rann­sakað jarðlög á Mars auk þess að taka mynd­ir af yf­ir­borði henn­ar. 400 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, um 43 millj­arða króna, kostaði að smíða Opport­unity og koma því til Mars en vél­mennið þykir vel heppnað enda upp­haf­lega aðeins ætlað í 90 daga verk­efni.

Þegar sandbylurinn gekk yfir Mars síðasta sumar var lítil hleðsla eftir á sólarrafhlöðu vélmennisins og stormurinn útilokaði allt sólarljós. Mörg hundruð tilraunir hafa verið gerðar til að ná sambandi við vélmennið eftir storminn en án árangurs. Í dag barst svo tilkynning frá NASA um að ekki yrði reynt að ná sambandi við Opportunity og leiðangri þess því formlega lokið.

Hér má sjá fallegt minningarmyndband um æviskeið Opportunity, sem átti upphaflega að standa yfir í 90 daga, en varð um 15 ár: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert