Ísland annað hraðasta land heims

„Eins gígabits samband er ekki einhver fjarlæg framtíðarsýn sem fáir …
„Eins gígabits samband er ekki einhver fjarlæg framtíðarsýn sem fáir hafa þörf á.“ mbl.is/RAX

Eins gígabita tenging er komin inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu tengdum Ljósleiðaranum og samkvæmt mælingum Speedtest.net fyrir árið 2018 er Ísland annað hraðasta land heims í fastlínu, en þar trónir Singapúr á toppnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ljósleiðaranum í tilefni af 30 ára afmæli Veraldarvefsins. Hátíðahöld hófust á fæðingarstað Veraldarvefsins í Sviss í gærmorgun, en hér á landi er afmælinu líka fagnað þar sem Ljósleiðarinn er orðinn styrktaraðili Rafíþróttasamtaka Íslands.

„Eins gígabits samband er ekki einhver fjarlæg framtíðarsýn sem fáir hafa þörf á. Það er þörf á þessum hraða núna svo snjallsamfélög og snjallheimili geti dafnað. ‚Nógu gott‘ er ekki nægjanlegt. ‚Nógu gott‘ mun hvorki tryggja vöxt né heldur skapa jarðveg fyrir nýjar hugmyndir,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert