Fyrsta veip-tengda dauðsfallið

CDC, stofn­un sem hef­ur með sjúk­dóma­varn­ir og fyr­ir­byggj­andi aðgerðir að …
CDC, stofn­un sem hef­ur með sjúk­dóma­varn­ir og fyr­ir­byggj­andi aðgerðir að gera, greindi á miðvikudag frá því að í Bandaríkjunum hafi 149 manns veikst í kjölfar notkunar á rafrettum. Ljósmynd/Úr myndasafni mbl.is

Heilbrigðisyfirvöld í Illinois í Bandaríkjunum hafa greint frá því að maður nokkur, sem greinst hafði með alvarlegan öndunarfærasjúkdóm sem rekja mátti til rafrettunotkunar, sé nú látinn. Segja þau mögulega um að ræða fyrsta dauðsfallið vegna veips í Bandaríkjunum.

Nafn mannsins hefur ekki verið birt, en hann er sagður hafa verið á bilinu 17-38 ára.

BBC segir fréttirnar berast á sama tíma og fréttir berast af veikindafaraldri sem bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa rakið til notkunar á rafrettum.

CDC, stofn­un sem hef­ur með sjúk­dóma­varn­ir og fyr­ir­byggj­andi aðgerðir að gera, greindi á miðvikudag frá því að í Bandaríkjunum hafi 149 manns veikst í kjölfar notkunar á rafrettum.

„Alvarleiki veikindanna er áhyggjuefni og við verðum að koma þeim skilaboðum út að notkun á rafrettum og veipi getur verið hættulegt,“ sagði í yfirlýsingu frá dr. Ngozi Ezike, forstjóra heilbrigðisstofnunar Illinois.

Sagði hann starfsmenn CDC hafa komið til Illinois á þriðjudag til að aðstoða við rannsókn dauðsfallsins, sem og 22 tilfelli lungnasjúkdóma sem talið er að rekja megi til notkunar á rafrettum. Meðal einkenna eru hósti, andþyngsli, þreyta og jafnvel uppköst og niðurgangur í einhverjum tilfellum.

Segir CDC, sem er að rekja „klasa“ 149 tilfella víðs vegar um Bandaríkin, vera óljóst hvort tengsl séu milli veikindanna. Þau virðist þó að minnsta kosti ekki til komin vegna neins smitsjúkdóms.

„Í mörgum tilfellum hafa sjúklingar viðurkennt að hafa nýlega notað vörur sem innihalda tetrahýdrókannabínól (THC),“ sagði í yfirlýsingu CDS sem vísaði þar til virka efnisins í kannabisplöntunni.

AP-fréttaveitan segir dauðsfallið í Illinois vera það fyrsta sem vitað er um í Bandaríkjunum vegna veikinda sem rekja megi til rafrettunotkunar. Tveir hafa þó áður látist í kjölfar þess að rafrettur sprungu í andlit þeirra.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert