Ekkert samkynhneigt gen til

Sennilega væri lítið um samkynhneigð ef hún væri einungis arfgeng.
Sennilega væri lítið um samkynhneigð ef hún væri einungis arfgeng. AFP

Ekkert einstakt gen leiðir til samkynhneigðar. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar á erfðamengi nær hálfrar milljónar manna, sem UK Biobank og erfðarannsóknarfyrirtækið 23andMe stóðu fyrir og birtist í vísindatímaritinu Science.

Þátttakendur í rannsókninni voru spurðir hvort þeir hefðu stundað kynlíf með einhverjum af sama kyni og var niðurstaða rannsakenda við Harvard og MIT að erfðamengi gæti staðið undir 8-25% af „samkynhneigðri hegðun“ (e. same-sex behavior) en sem fyrr segir væri ekkert eitt gen sem benda mætti á.

Ben Neale, dósent við erfðadeild Massachusetts-sjúkrahússins, sem vann að rannsókninni, segir ljóst að erfðamengi manns segi minna en hálfa söguna en sé þó mikilvægur þáttur. „Það er ekkert samkynhneigt gen til og erfðarannsókn sem ætti að leiða í ljós hvort maður muni stunda samkynja kynlíf myndi ekki virka. Það er ómögulegt að segja fyrir um kynhneigð einstaklings út frá erfðamenginu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert