Hera í kynningu nýrrar streymisveitu Apple

Hera Hilmarsdóttir og Jason Momoa fara með aðalhlutverk í þáttunum …
Hera Hilmarsdóttir og Jason Momoa fara með aðalhlutverk í þáttunum See sem er ein af fimm þáttaröðum sem sérstaklega eru gerðar fyrir nýja streymisveitu Apple sem tekin verður í notkun 1. nóvember. Skjáskot/Youtube

Forsvarsmenn Apple kynntu í dag nýja væntanlega streymisveitu fyrirtækisins sem verður opnuð 1. nóvember. Áskrift að veitunni, Apple TV Plus, mun kosta 4,99 dollara á mánuði, eða sem nemur 625 krónum. Þeir sem kaupa nýjan síma, tölvu eða Apple TV fá áskrift að Plúsnum í kaupbæti í heilt ár.

Til samanburðar má nefna að hefðbundin áskrift að Netflix kostar 8,99 dollara á mánuði, eða sem nemur um 1.100 krónum. 

Frá kynningunni.
Frá kynningunni. AFP

Á kynningu Apple sem fór fram í höfuðstöðvum Apple í Cupertino í Bandaríkjunum í dag var sýnd stikla úr þáttunum See þar sem Hera Hilmarsdóttir fer með hlutverk, ásamt Jason Momoa. 

Apple ætlar bara að bjóða upp á fimm þáttaraðir sem sérstaklega eru gerðar fyrir streymisveitu þess.

Auk See er um að ræða The Morning Show með Jennifer Aniston og Reese Witherspoon; Truth Be Told þar sem leikkonan Octavia Spencer fer með aðalhlutverk, heimildarþætti sem heita Home og Amazing Stories, sem eru þættir úr smiðju Stevens Spielbergs.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert