Ekkert áhlaup til að sjá geimverurnar

Innan við hundrað manns komu saman við herstöðina, sem er …
Innan við hundrað manns komu saman við herstöðina, sem er langt frá þeim milljónum sem þangað höfðu boðað komu sína. AFP

Ótti um áhlaup á herstöð bandaríska flughersins Area 51 í kjölfar viðburðar sem boðað var til á Facebook í sumar reyndist ástæðulaus. BBC greinir frá og segir innan við 100 manns af þeim milljónum sem voru búnar að boða sig hafi mætt.

Mikil leynd hvílir yfir herstöðinni og hafa kenningar um að þar sé að finna sannanir um líf á öðrum hnöttum lengi verið lífseigar. Milljónir brugðust því við þegar bandarískur námsmaður Matty Roberts bjó til viðburð á Facebook und­ir heit­inu „Storm Area 51, They Can't Stop All of Us“ sem út­leggja má sem „Ráðumst inn á Svæði 51, þeir geta ekki stoppað okk­ur öll.“  

Planið var, líkt og nafnið gef­ur til kynna, að næg­ur mann­fjöldi myndi ráðast inn í her­stöðina til að kom­ast fram hjá ör­ygg­is­vörðum. Þegar inn væri komið yrði svo hægt að upp­lýsa al­menn­ing í eitt skipti fyr­ir öll um leynd­ar­mál­in sem þar eiga að leyn­ast — bæði geim­veru­tækn­ina og leyni­leg­ar rann­sókn­ir banda­rískra stjórn­valda.

Tveir þátttakendur klæddir í geimverubúninga.
Tveir þátttakendur klæddir í geimverubúninga. AFP

Þegar viðbrögð við því sem byrjaði sem brandari urðu jafn mikil og raun reyndist óttaðist Roberts, flugherinn og bæjaryfirvöld í nálægum bæjum að atburðurinn gæti þróast yfir í hörmungar.

Af þeim 75 sem mættu fyrir utan herstöðina í dag reyndi hins vegar enginn að komast inn fyrir. Einungis einn var handtekinn og það var fyrir að kasta af sér vatni við hlið herstöðvarinnar.

Segir BBC atburðinn hafa minnt meira á litla hátíð, en sumir þeirra sem þangað mættu höfðu klætt sig í búninga og héldu uppi spjöldum.

„Ég er svolítið vonsvikinn af því að þetta eru miklu færri en fram kom á netinu,“ sagði Nathan Brown, sem ekið hafði rúmlega 1.100 km leið frá Portland, í samtali við Las Vegas Review.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert