Hreinsar plast úr sjónum með nýrri tækni

„Markmiðið er að ná að hreinsa upp um helming af öllu plasti sem er í Kyrrahafinu á næstu fimm árum,“ segir Boyan Slat sem er 25 ára gamall frumkvöðull. Hann hefur, ásamt fleirum, þróað nýja tækni sem hreinsar plast upp úr sjónum — allt frá stórum fiskinetum niður í smæstu einingar míkróplasts. Búnaðurinn nefnist hreinlega hreinsun sjávar eða e. Ocean Cleanup en Slat fékk þessa hugmynd árið 2012.  

Þetta er í fyrst skipti sem tekst að ná slíku magni af plasti upp úr sjónum með þessum hætti. Gróflega áætlað yrðu þetta um 15 þúsund tonn af plasti sem safnað yrði saman á hverju ári. Plastið safnast saman í net og eru það straumar hafsins sem bera það þangað. 

Skipið fór sína fyrstu ferð út á sjó 9. september og lagði út frá borginni San Francisco í Bandaríkjunum. Talsvert magn safnaðist saman eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert