Hunangsflugur í hættu vegna loftslagsbreytinga

Ljósmynd/Alvesgaspa

„Loftslagsóreiða“ hefur valdið miklu tjóni á stofni hunangsfluga í öllum heimsálfum.

Samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna hafa líkurnar á því að hunangsfluga finnist hvar sem er í Evrópu og Norður-Ameríku minnkað um þriðjung frá 8. áratug síðustu aldar. Hækkandi hitastig mun halda áfram að fækka í stofninum, sem hefur nú þegar beðið meira tjón en upphaflega var talið.

Hunangsflugur eru helstu frjóberar ýmissa ávaxta, plantna og grænmetis. Án hunangsfluga yrði uppskerubrestur á fjölmörgum tegundum.

Í samtali við BBC segir dr. Tim Newbold að fyrri rannsóknir sýni að hunangsflugur hafi sífellt leitað meira norður á bóginn í Evrópu og Norður-Ameríku, „eins og við má búast með loftslagsbreytingar“.

„En þetta er í fyrsta sinn sem við getum tengt útrýmingu á sumum svæðum og landnám á öðrum við loftlagsbreytingar. Þetta sýnir mjög skýrt fingrafar loftslagsbreytinga á fækkun í stofnunum,“ sagði Newbold.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert