Jákvæðar fréttir af ósonlaginu

Gatið á ósonlaginu árið 2000. Það hefur dregist saman til …
Gatið á ósonlaginu árið 2000. Það hefur dregist saman til muna síðan þá. Ljósmynd/NASA

Magn svonefndra CFC-efna í andrúmsloftinu er farið að dragast saman á nýjan leik. Magn þeirra hafði dregist saman til muna síðustu ár, allt þar til árið 2018 þegar rannsóknir sýndu ólöglega framleiðslu efnanna í Austur-Kína. Sú framleiðsla var stöðvuð og virðist sem það hafi dugað til að snúa þróuninni í rétta átt á ný. BBC greinir frá.

CFC-efni eru hættuleg ósonlagi jarðar, sem verndar jörðina fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Gat á ósonlaginu var uppgötvað árið 1985. Árið 1987 komust ríki heims að samkomulagi um bann við notkun efna sem valda eyðingu á ósonlaginu, og var notkun þeirra takmörkuð ár frá ári þar til blátt bann tók gildi árið 2010. 

Síðan þá hefur gatið á ósonlaginu dregist saman til muna. Hefur árangurinn þótt til marks um hvað hægt er að afreka þegar ríki heims taka sig saman um aðgerðir í þágu umhverfisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert