„Það má ekkert fara úrskeiðis“

„Það má ekkert fara úrskeiðis í þessu og þetta er alveg ótrúlega flókið raunverulega sem er að gerast þarna,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR og fyrrum starfsmaður NASA, um lendingarferli Perserverance á Mars í kvöld. Nýrri tækni er beitt við lendinguna sem hefur ekki verið notuð áður í sambærilegum ferðum en Perserverance verður fimmti könnuðurinn á hjólum sem NASA kemur á Mars ef allt gengur upp.

Í myndskeiðinu útskýrir Ari Kristinn stuttlega hvernig lendingin fer fram en hann hefur sjálfur reynslu af vinnu við könnun Mars líkt og kom fram í umfjöllun hér á mbl.is á dögunum.

Perserverance könnuður­inn er um 3 metr­ar að lengd 2,7 metr­ar að breidd og 2,2 metr­ar á hæð og vegur um 1.025 kíló sem er þyngsti farm­ur sem farið hef­ur verið með til Mars. Það er töluverð áskorun að lenda slíku tæki á rauðu plánetunni en í síðustu ferðum hafa uppplásnir loftpúðar tekið höggið af farminum við lendinguna.

Í þetta skiptið er grind knúin eldflaugum sem lætur könnuðinn síga niður á yfirborðið en Ari Kristinn viðurkennir að töluverðar efasemdir hafi verið innan bandarísku geimvísindastofnunarinnar þegar hugmyndin var fyrst viðruð. 

Perseverance byggir á Curiosity könnuðinum sem lenti á Mars árið …
Perseverance byggir á Curiosity könnuðinum sem lenti á Mars árið 2012 og er metnaðarfyllsta rannsóknartæki sem sent hefur verið til Mars. Tilgangurinn er að staðfesta að líf hafi þrifist á rauðu plánetunni. Hann mun geta ferðast á bilinu 5-20 kílómetra til að safna jarðsýnum. Ein af nýjungunum er míkrafónn sem mun taka upp hljóð í fyrsta skipti á rauðu plánetunni. Ljósmynd/NASA

Hægt verður að fylgj­ast með at­b­urðarás­inni á níunda tímanum í kvöld í beinu streymi frá NASA stjórn­stöðinni í Jet Prop­ulsi­on La­boratory í Kali­forn­íu og mbl.is mun að sjálf­sögðu fygj­ast vel með og segja frá gangi mála. Þá verður að taka í myndina að upplýsingarnar frá Mars taka um 11 mínútur og 22 sekúndur að berast til jarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert