Google gert að greiða 32 milljarða

AFP

Franska samkeppniseftirlitið hefur sektað bandaríska tæknifyrirtækið Google um 220 milljónir evra, rúma 32 milljarða króna, fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði á netinu. 

Sektin er hluti af samkomulagi sem gert var í kjölfar ásakana þriggja fjölmiðlafyrirtækja, News Corp (útgáfufyrirtækis Murdoch-fjölskyldunnar), franska dagblaðsins Le Figaro og belgísku útgáfunnar Groupe Rossel, um að Google hefði beitt einokunartilburðum þegar kom að sölu á auglýsingum á vefjum þeirra og smáforritum.

Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Google hefði veitt eigin auglýsingaþjónustu forskot þegar kom að auglýsingum og sýnileika þeirra. 

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert