Fljúga flestir viðstöðulaust í fjóra sólarhringa

Fullorðnir spóar fljúga flestir viðstöðulaust til Vestur-Afríku á haustfarinu. Þetta langflug yfir úthafinu er mikil þrekraun og tekur um fjóra sólarhringa.

Þetta kemur fram í færslu sem Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi birti á Facebook. 

Þar segir, að ungir spóar ferðist án leiðsagnar fullorðinna um mánuði seinna.

„Þeirri spurningu hvort að ungfuglarnir fljúga beint eins og fullorðnu fuglarnir hefur verið ósvarað. Camilo Carneiro og félagar merktu fáeina spóaunglinga í Fljótshlíð með gervihnattasendum í sumar,“ segir í færslunni, en nánar má lesa um verkefnið hér fyrir neðan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert