Hætta að framleiða iPod

Steve Jobs kynnti iPodinn fyrir um 20 árum síðan.
Steve Jobs kynnti iPodinn fyrir um 20 árum síðan. AFP/ROBERT GALBRAITH

Tæknirisinn Apple greindi frá því í gær að hann ætli sér að hætta framleiðslu á tónlistartækinu iPod. Einungis ein gerð af tækinu er enn í framleiðslu og fer hver að verða síðastur að tryggja sér eintak.

Þegar Apple tilkynnti um tímamótin tók fyrirtækið fram að viðskiptavinir fyrirtækisins myndu geta haldið áfram að hlusta á tónlist í öðrum tækjum þess, til dæmis í hinum sívinsæla snjallsíma iPhone. 

„Tónlist hefur alltaf verið mikilvægur hluti af starfsemi okkar hjá Apple og að koma henni til milljóna notenda á þann hátt sem iPod gerði hafði áhrif á meira en bara tónlistariðnaðinn – hann breytti því líka hvernig fólk uppgötvar tónlist og deilir henni,“ sagði Greg Joswiak, varaforseti markaðssetningar Apple á heimsvísu, í yfirlýsingu. 

„Í dag lifir andi iPod áfram,“ bætti Joswiak við. 

iPodinn var fyrst kynntu af Steve Jobs, stofnanda og þáverandi forstjóra fyrirtækisins, árið 2001. Tækið hjálpaði fyrirtækinu að komast á skrið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert