Kynna iPhone 14

Apple-búðin á fimmtu breiðgötu í New York.
Apple-búðin á fimmtu breiðgötu í New York. AFP

Tæknirisinn Apple kynnir í dag nýjustu línu af iPhone-símunum vinsælu. Um er að ræða hinn árlega haustviðburð fyrirtækisins sem ber í ár nafnið Far out.

Líkt og síðustu ár er auk símanna búist við uppfærslum á öðrum vörum tæknirisans á borð við Apple Watch series 8. Þar að auki mun að öllum líkindum sjá fyrstu uppfærsluna á heyrnartólunum vinsælu AirPods Pro sem ekki hafa verið uppfærð frá því þau komu á markað árið 2019.

Hætta með mini-símana

Fjórir nýir símar verða kynntir þriðja árið í röð; iPhone 14, iPhone 14 pro, stóri bróðir hans iPhone Pro Max en í stað þess að nýr smár iPhone mini líti dagsins ljós mun að öllum líkindum stærri útgáfa af iPhone 14 verði kynntur. Mun hann líklega bera nafnið iPhone 14 plús eða iPhone 14 Max.

iPhone 14 Pro var kynntur í fyrra.
iPhone 14 Pro var kynntur í fyrra. Skjáskot/Apple

Litlar breytingar verða á örgjörvum símanna beggja að þessu sinni, ef einhverjar, en hinir ýmsu lekar úr herbúðum tæknirisans hafa bent til þess að í fyrsta skipti í 15 ára ferli iPhone-símans verði örgjörvinn ekki uppfærður milli ára. Nýju Pro-símarnir munu þó fá nýjan örgjörva en breytingarnar milli ára eru taldar smávægilegar.

Búist er þó við að hið sögufræga „hak“ (e. notch) sem hýsir skynjara og frammyndavélina sé á útleið á Pro-símunum og þess í stað verði minni pillulaga blettur.

Nýtt úr verði senuþjófurinn

Senuþjófurinn í ár er þó talinn vera fyrsta línan af nýrri Pro-útgáfu af Apple Watch sem skarta muni flötum skjá og mögulega nýrri ól. Fellur því úrið í stóran hóp vara Apple sem hafa undanfarin ár hlotið sérstaka dýrari Pro-útgáfu.

Talið er að nýtt úr verði senuþjófurinn.
Talið er að nýtt úr verði senuþjófurinn. AFP

Streymi frá viðburðinum má finna hér fyrir neðan, en hann byrjar kl. 17 að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert