Sjálfkeyrandi bílar áberandi á sýningunni

Sjálfstýrður bíll frá Motional á CES 2023-tæknisýningunni í Las Vegas.
Sjálfstýrður bíll frá Motional á CES 2023-tæknisýningunni í Las Vegas. AFP/Robyn Beck

Ökumannslausir bílar verða á meðal helstu sýningaratriða á CES-tæknisýningunni, sem hefst í Las Vegas í Bandaríkjunum í vikunni, þar sem stærstu tæknifyrirtæki heims frumsýna jafnan afrakstur milljarða dala þróunarvinnu.

Þrátt fyrir stöðugar framfarir hafa sjálfstýrðir bílar ekki enn tekið yfir vegina. Hinir vinsælu Tesla-bílar eru einn daginn taldir verða sjálfstýrðir að fullu en í dag krefjast þeir ökumanns.

Tesla-bílar Elon Musk eru einn daginn taldir verða sjálfstýrðir að …
Tesla-bílar Elon Musk eru einn daginn taldir verða sjálfstýrðir að fullu en í dag krefjast þeir ökumanns. AFP/Brandon Bell

Ómannaðir Uber-bílar í Vegas

Waymo, systurfyrirtæki Google, hefur boðið almenningi upp á ökumannslausar ferðir á skilgreindum vegum síðan árið 2020 og Cruise, fyrirtæki á vegum General Motors hefur fengið leyfi til að flytja farþega gegn greiðslu í sjálfvirkum leigubílum í San Francisco, þó aðeins á nóttunni og innan ákveðins svæðis.

Þá hafa ómannaðir Uber-bílar verið á götum Las Vegas síðan í síðasta mánuði en búist er við nærri 100.000 gestum á CES-tæknisýninguna. Í bílunum verður þó alltaf maður um borð til öryggis.

Bryant Walker Smith, lagaprófessor sérhæfður í sjálfstýrðum ökutækjum við Suður-Karólínuháskólann í Bandaríkjunum segir það verða stórmál þegar fyrirtækin muni fjarlægja öryggisökumenn sína. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hefur til rannsóknar nokkur atvik þar sem ökutæki á vegum Cruise hafa komið við sögu.

Sjálfstýrð rúta í Seoul í Suður-Kóreu.
Sjálfstýrð rúta í Seoul í Suður-Kóreu. AFP/Anthony Wallace

Ekki spurning hvort heldur hvenær

„Með tímanum mun tæknin verða fullkomnuð og ekki er spurning um hvort heldur hvenær sjálfstýrðir bílar fari að sjást á vegunum. Stóra spurningin snýr hins vegar að því hversu hröð þróunin verður í borg á borð við Los Angeles eða í Minneapolis þar sem snjóar mikið. Munum við þurfa að finna upp hjólið alls staðar eða verður þróunin þægilegri með tímanum,“ segir Smith.

Að þróa sjálfstýrt öutæki er gríðarlega kostnaðarsamt og ekki sérlega hagnaðarvænt að sögn Jordan Greene, annars stofnanda Aeye, fyrirtækis sem markaðssetur skynjara sem gerir ökutækjum kleift að vernda umhverfið.

„Ég veit að bandarísk stjórnvöld hafa áhuga á að þróa sjálfstýrða vörubíla sem hægt væri að nota á mest keyrðu leiðunum,“ segir hann.

Á sýningunni hyggst austurríska fyrirtækið Holon afhjúpa sjálfstýrða rútu fyrir almenningssamgöngur en hún er bæði án stýris og pedala.

„Slík skutla getur endurskilgreint almenningssamgöngur með því að bjóða upp á ferðir á föstum leiðum sem mikil spurn er eftir.“

Greene segist ekki hafa áhyggjur af því að fólk verði hrætt við að setjast upp í slíkt ökutæki.

„Fólk venst því eins og öðru. Ég hefði aldrei trúað að ég myndi borga fyrir að setjast upp í bíl með ókunnugum en nú tek ég eingöngu Uber.“

Fólk er byrjað að streyma til Las Vegas en CES-tæknisýningin …
Fólk er byrjað að streyma til Las Vegas en CES-tæknisýningin hefst á morgun. AFP/Robyn Beck
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert