Raufarhöfn á stjörnufræðimynd dagsins hjá NASA

Vígahnötturinn brann upp í andrúmsloftinu. Athugið að þetta er ekki …
Vígahnötturinn brann upp í andrúmsloftinu. Athugið að þetta er ekki myndin sem um ræðir, þó að hún sé einnig mjög flott. Ljósmynd/Aðsend

Vígahnötturinn sem sást brenna upp í and­rúms­loft­inu á sama tíma yfir Heim­skauta­gerðinu á Raufar­höfn í síðustu viku hefur vakið athygli geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA).

Ljósmynd sem tekin var í Raufarhöfn var valin stjörnufræðimynd dagsins hjá NASA, þann 16. september.

Ljósmyndarinn Jennifer Franklin náði undursamlegri ljósmynd af samspili norðurljósastrauma og vígahnattarins.

Víga­hnött­ur er loft­steinn sem brennur upp í and­rúms­loft­inu. Hann er aðeins stærri en dæmi­gerð stjörnu­hröp og verður ámóta skær­ og Ven­us þegar hún er skær­ust.

Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri Könnunarsafnsins á Húsavík, greindi frá ljósmyndavalinu á fésabókarsíðu sinni. Þá óskaði hann íbúum á Raufarhöfn til hamingju og benti á að myndin kæmi fyrir augu milljóna stjörnuáhugafólks um allan heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert