Selós og Þverá til Sporðabliks

Frá Selós í Svínadal.
Frá Selós í Svínadal. svfa.is

Sporðablik ehf. mun frá og með sumrinu 2018 leigja veiðirétt í Selós og Þverá í Svínadal í Borgarfirði sem er hluti af vatnakerfi Laxár í Leirársveit.

Sporðablik hefur um margra ára skeið leigt út Laxá í Leirársveit sem rennur úr vötnum í Svínadal, en á milli vatnanna renna tvær litlar ár. Sú neðri, sem er á milli Eyrarvatns og Þórisstaðavatns, heitir Selós en sú efri sem er á milli Geitabergsvatns og Þórisstaðavatns heitir Þverá. Veitt er á eina stöng í hvorri á.

Í tilkynningu frá hinum nýju leigutökum kemur fram að þetta veiðisvæði hafi síðustu áratugi eingöngu verið nýtt af lokuðum veiðiklúbbum en er nú að fara á veiðileyfamarkaðinn í fyrsta sinn.

Seldir verða veiðipakkar í árnar þar sem 6 veiðidagar eru í hverjum pakka sem eru með um 15 daga millibili. Á hverjum veiðidegi veiðir viðkomandi veiðimaður hálfan dag í Selósi og hálfan dag í Þverá. Aðeins er veitt á flugu.

Veiðileyfunum fylgja að auki tvær stangir í vötnunum í Svínadal, nánar tiltekið að norðanverðu Eyrarvatni, Þórisstaðavatni og Geitabergsvatni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert