Enginn sjókvíaeldisfiskur í boði

Frá Glanna í Langá.
Frá Glanna í Langá. svfr.is

Líkt og margir veiðileyfasalar hafa tilkynnt nú að undanförnu vill Stangaveiðifélag Reykjavíkur taka það sérstaklega fram að það verður enginn sjókvíaeldisfiskur á boðstólnum í veiðihúsum á þeirra vegum. Þetta kemur fram á vef SVFR en hér er hægt að sjá hvaða ár eru á vegum SVFR.

„Undanfarin ár hefur slíkt ekki verið á boðstólnum í okkar veiðihúsum, en í þeim tilfellum sem boðið er upp á eldisfisk, er það bleikja sem ræktuð er í landeldi.

Sjókvíaeldi getur haft gífurlega neikvæð og óafturkræf áhrif á laxastofna hér við land og líkt og aðrir veiðileyfasalar hafa gert, vill SVFR leggja sitt á vogaskálarnar með því að hafa ekki slíkan fisk á boðstólnum hjá okkur,“ segir enn fremur í frétt SVFR.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert