Góð meðalþyngd í Eyjafjarðará

Risabirtingur úr Eyjafjarðará.
Risabirtingur úr Eyjafjarðará. veiditorgid.is

Fínasta veiði hefur verið í Eyjafjarðará það sem af er þessu sumri þrátt fyrir talsverða kalsatíð inn á milli, en athygli vekur góð meðalþyngd veiddra fiska.

Samkvæmt upplýsingum frá Veiðitorginu, sem annast sölu á veiðileyfum og heldur til haga skráningu á veiðinni þar, þá er búið draga að landi 193 silunga frá því að veiði hófst þann 1. apríl. Skiptist veiðin í 125 bleikjur og 67 sjóbirtingar, en aðeins er veitt á tveimur neðstu svæðum árinnar og það sem vekur athygli er mikið magn af vænum fiski.

Meðallengd sjóbirtinga er rúmir 60 cm sem gerir meðalþyngd uppá tæp sjö pund. Sá stærsti það sem af er veiddist á flugu þann 12. apríl á ómerktum stað á svæði 1 og var mældur 89 cm eða rúm 17 pund. Tuttugu sjóbirtingar hafa komið á land sem eru yfir 70 cm á lengdina og sex af þeim yfir 80 cm.

Bleikjurnar hafa einnig margar hverjar verið rígvænar en þar er meðalþyngdin um þrjú pund. Stærsta bleikja það sem af er veiddist þann 2. apríl á flugu á svæði eitt og var 67 cm á lengdina eða rúm átta pund. Það sem af er hafa átta bleikjur yfir 60 cm verið dregnar að landi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert