Fyrsta laxveiðiáin opnar á sunnudaginn

Frá Urriðafossi síðasta sumar.
Frá Urriðafossi síðasta sumar. Iceland Outfitters

Fram kemur á vefsíðu Iceland Outfitters að veiðisvæðið við Urriðafoss í Þjórsá opnar næstkomandi sunnudag. Það sló í gegn síðastliðið sumar þegar byrjað var að veiða þar á stöng í fyrsta skipti með skipulegum hætti.

Á sama tíma opnar líka nýtt tilraunasvæði að Þjórsártúni sem er í raun nánast sama svæði en er á austurbakkanum á móts við Urriðafoss og nær upp að svokölluðum Heiðartanga. Opnar svæðið núna fimm dögum fyrr en í fyrra, en þá byrjaði allt með miklum látum og fengu veiðimenn kvótann dag eftir dag frá fyrsta degi í Urriðafossi.

Sumarið 2017 var veitt á tvær stangir á Urriðafosssvæðinu og veiddust 755 laxar sem var langhæsta meðalveiði á stöng á landinu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert