Lax sést í Þverá

Klettsfljót í Þverá í venjulegu sumarvatni.
Klettsfljót í Þverá í venjulegu sumarvatni. ÞGÞ

Þrír nýgengnir laxar sáust ofarlega í Þverá í Borgarfirði í dag en erfitt hefur verið að skyggja hana upp á síðkastið vegna þess hve vatnið hefur verið skolað.

Það var Eg­ill Jó­hann Krist­ins­son, bóndi í Örn­ólfs­dal efst við Þverá í Borg­ar­f­irði, sem átti leið fram hjá Klettsfljóti fyrr í dag og sagði í samtali að smá gluggi hefði opnast við að skyggja ána og eftir að hafa skyggt neðarlega í hylinn um stund sá hann þrjá laxa liggja sem voru greinilega nýgengnir. Tveir þeirra voru stórir dæmigerðir tveggja ára laxar en sá þriðji var heldur minni.  Fram kom hjá Agli að áin hafi verið tals­vert vatnsmikil og skoluð síðustu daga og því lítið hægt að skyggna hana fyrr en í dag.

Eg­ill kvaðst ekki hafa heyrt af því að aðrir í sveit­inni hefðu séð til laxa í ánni það sem af er og vísaði til þess að skil­yrði til að skyggja ána hefðu ekki verið góð upp á síðkastið. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert