Krókurinn hans Gylfa og hitch

Krókurinn er öflug púpa fyrir bæði urriða og bleikju.
Krókurinn er öflug púpa fyrir bæði urriða og bleikju. Ljósmynd/Veiðihornið

Fluga vikunnar fyrir silung er Krókurinn hans Gylfa Kristjánssonar sem er löngu orðin ein þekktasta silungsveiðipúpan í bransanum. Krókinn má nota jafnt í urriða og bleikju en einnig hafa veiðst á hana margir laxar þegar henni er kastað andstreymis í litlu vatni síðsumars.  Algengara er að veiða á stærri útfærslur Króks á vorin og snemmsumars en þegar líða fer á og hitnar er betra að fara í smærri flugur.

Þessar hitch-túpur eru skæðar í laxinum og aðferðin er stórskemmtileg.
Þessar hitch-túpur eru skæðar í laxinum og aðferðin er stórskemmtileg. Ljósmynd/Veiðihornið

Þrjár af þeim bestu 

Hitch eða gáruaðferðin er af mörgum talin sú skemmtilegasta í laxveiðinni. Áður fyrr var sett bragð á tauminn yfir hausinn á léttklæddri flugu en í seinni tíð hafa gárutúpurnar eða "hitch túpurnar" meira og minna tekið yfir.  Þegar veitt er á hitch skal mynda fínlega "v"-lagaða gáru á yfirborði vatnsins og oftar en ekki má sjá miklar ólgur og læti þegar laxinn stekkur eða veltir sér á túpuna. Á myndinni eru þrjár af þeim bestu eða Silver Wilkinson til vinstri, Arndilly Fancy til hægri og Collie Dog fyrir aftan.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert