Lifnar yfir Deildará

Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson með fallegan lax sem kom úr …
Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson með fallegan lax sem kom úr Sléttukvörn í Deildará. Freyr Guðmundsson

Samkvæmt upplýsingum frá Frey Guðmundssyni sem leigir veiðirétt í Deildará á Sléttu, rétt sunnan við Raufarhöfn, þá virðist smálaxinn loksins farinn að skila sér.

Að sögn Freys þá hefur smálaxinn verið að láta bíða eftir sér í Deildará líkt og í flestum ám á Norðurlandi. Fram á hádegi í gær voru aðeins tveir laxar af 40 undir 70 cm að lengd.

Það breyttist hins vegar snarlega í gærkvöldi þegar menn urðu varir við talsverða göngu af eins árs laxi og hafa síðustu tvær vaktir skilað sex lúsugum smálöxum á land. Freyr sagði að vonandi væri smálaxinn nú loks að skila sér og það yrðu öflugar göngur af honum á næstu vikum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert