Stórlax á land úr Þverá

Annie Outwither með laxinn stóra við Klettsfljótskvörnina í morgun. TIl …
Annie Outwither með laxinn stóra við Klettsfljótskvörnina í morgun. TIl hliðar við hana er Egill Kristinsson leiðsögumaður. Aðsend

Stórlax kom á land í Þverá í Borgarfirði í morgun þegar að ensk veiðikona landaði þar fallegum 103 cm hæng.

Það var Annie Outhwaite sem veiddi laxinn á Sunray Shadow túpu í svokallaðri Klettfljótskvörn. Að sögn Egils Kristinssonar, bónda í Örnólfsdal og leiðsögumanns við ána, þá var um harða baráttu að ræða og tvísýnt á tímabili hvort myndi hafa betur í áttökunum.  Svo fór þó að Annie náði að landa höfðingjanum sem er stærsti lax sumarsins af Þverár/Kjarrár svæðinu.

Að sögn Egils er enn talsvert af fiski að ganga og lúsugir laxar veiðast á hverri vakt auk þess sem talsvert mikið er af stórfiski víða um ána.  Síðasta þriggja daga holl sem lauk veiðum á hádegi í dag landaði 50 löxum á sjö stangir. Það var skipað mjög rólegu erlendu veiðifólki sem fór sér að engu óðslega við veiðarnar og byrjaði seint á morgnana og hættu snemma á kvöldin. 

Fram kom hjá Agli að auki að Þverá hefur nú farið yfir 1000 laxa og mjög stutt er í að Kjarrá að nái því þar sem síðasta holl lauk veiðum í hádeginu með 30 laxa á sjö stangir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert