Tarfaveiðin gengur vel

Ólafur Vigfússon með fallegan tarf sem hann felldi á svæði …
Ólafur Vigfússon með fallegan tarf sem hann felldi á svæði II. Ljósmynd/Aðsend

Hreindýraveiði er hafin þó svo að hinn almenni veiðitími hefjist ekki fyrr en 1. ágúst. Umhverfisstofnun getur heimilað veiði á törfum frá 15. júlí. Heimillt er að skjóta tarfa fram til 15. september og kýr fram til 20 september.

Félagarnir Haukur Óskarsson og Ólafur Vigfússon fóru nýlega á svæði II og áttu þar leyfi hvor á sinn tarfinn. Leiðsögumaður þeirra var Jón Egill Sveinsson á Egilsstöðum.

„Við fundum þokkalega góða hjörð á Fljótsdalsheiði. Flestir tarfarnir voru í minni kantinum en þó voru tveir vænir í hjörðinni,“ sagði Ólafur í samtali við Sporðaköst.

„Við gengum einhverja tæpa tvo kílómetra að hjörðinni sem þá tók á rás út á flatneskju þar sem erfitt var að komast að dýrunum. Í nágrenninu fundum við skorning sem við gátum farið eftir og svo skriðið síðustu metrana til að komast í ákjósanlegt færi.“

Þeir náðu að fella tvo stærstu tarfana í hjörðinni.  Veðrið var eins og best á kosið og Ólafur segir að þeir hafi átt góðan dag á fjöllum.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd felldi Ólafur glæsilegan tarf og vel hyrndan. 

Heildarkvóti á hreindýr á þessu ári er 1.450 dýr. Þar af er fjöldi tarfa 389 og kýr 1.061. Eins árs gamlir tarfar eru friðaðir og miðast veiðin á törfum við eldri tarfa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert