Góður gangur í Jöklu

Nýgengin 73 cm hrygna veidd á Hauksstaðabroti í gær.
Nýgengin 73 cm hrygna veidd á Hauksstaðabroti í gær. Strengir

Samkvæmt upplýsingum frá Veiðiþjónustunni Strengjum, sem heldur utan um veiði í Jökulsá á Dal og ánum þar í kring, hefur verið góð veiði þar upp á síðkastið. 

Veiðisvæðið er dags daglega kallað Jökla og nær þar einnig til hliðaránna Fögruhlíðarár, Kaldár og Laxár þar sem seiðasleppingar fara einnig fram.

Hefur nú þegar 200 löxum verið landað af svæðinu en þar hófst veiði 1. júlí og veitt er á sex til átta stangir og er þetta mun betri veiði en á sama tíma og í fyrra þegar 160 laxar voru komnir á land og varð heildarveiðin í lok sumars 355 laxar.

Segja þeir sem til þekkja að líklega hefði veiðin þó orðið meiri ef Jökla sjálf hefði ekki farið á yfirfall í lok ágúst en þá verður Jökla mun erfiðari að veiða og menn verða að treysta meira á hliðarárnar.

Veiðin í ár er nokkuð áþekk því sem hún var sumarið 2015 þegar Jöklusvæðið lokaði að hausti með 815 veidda laxa.

Þessa dagana eru göngur góðar og mikið að veiðast af lúsugum laxi sem eru jafnt smálaxar í bland við nýgengna stórlaxa yfir 70 cm á lengd.

Þá kemur fram að sjóbleikjuveiði hafi verið sérstaklega góð í Fögruhlíðará en í fyrra var þar metveiði í henni. Í gærmorgun kom þar mikið skot niður í Fögruhlíðarósnum þegar veiðimenn lönduðu á fjórum klukkustundum 77 sjóbleikjum. Segja kunnugir að þar verði mögulega metveiðin á sjóbleikju frá því í fyrra slegin nú í sumar.

Frá Klapparhyl í Jöklu.
Frá Klapparhyl í Jöklu. Strengir
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert