Hefur róast heldur í Veiðivötnum

Falleg urriðaveiði úr Grænavatni fyrr i sumar.
Falleg urriðaveiði úr Grænavatni fyrr i sumar. Espen Haugen

Talsvert hefur dregið úr veiði í Veiðivötnum samkvæmt upplýsingum frá Veiðifélagi Landmannaafréttar og mun það ekki vera óeðlilegt um þetta leyti sumars.

Fram kemur að yfirleitt dragi talsvert úr veiði um þetta leyti sem stafar líklega af því að nú sé hásumar og því er fæðuframboð í hámarki hjá fiskunum sem í vötnunum búa og erfiðara að fá þá til að taka beitur eða flugur veiðimanna. Þá spilar líka inn í að rólegri veiðimenn eru á ferð, oft fjölskyldufólk sem kemur í öræfakyrrðina til að slaka á og njóta einstakrar náttúru Veiðivatna ásamt því að renna í rólegheitunum fyrir fisk.

Í vikulegri samantekt veiðifélagsins kemur fram að 13.784 silungar hafi veiðst í Veiðivötnum það sem af er sumri, sem skiptast 6.575 urriða og 7.209 bleikjur. Mest hefur veiðst í Snjóölduvatni, 3.893 fiskar og þar á eftir í Litlasjó, 3.383 fiskar. Í síðustu viku veiddust 1.865 fiskar í vötnunum, mest í Litlasjó þar sem komu 643 urriðar á land.

Stærsti fiskurinn er enn þá 12,0 punda urriði sem veiddist úr Hraunsvötnum. Þá er mesta meðalþyngdin 3,7 pund úr Pyttlum þar sem þó hafa aðeins veiðst 28 urriðar það sem af er sumri.

Nánar má kynna sér þessa samantekt hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert