Villimenn í Leirvogsá

Elías Pétur Viðfjörð með þrjá úr Leirvogsá. Hann er einn …
Elías Pétur Viðfjörð með þrjá úr Leirvogsá. Hann er einn af Villimönnunum. Ljósmynd/Aðsend

Leirvogsá hefur gefið 165 laxa það sem af er sumri. Það er mun betri veiði en á sama tíma í fyrra og er að sama skapi töluvert meira af laxi í ánni og hann er vel dreifður. Villimenn eru að veiðum í Leirvogsá í dag, en það er hópur ungra manna sem eru mjög áberandi á samfélagsmiðlum í frásögnum af veiði af öllum toga. Hópurinn kallar sig Villimenn en þeir standa tæpast undir nafni þar sem nánast öllum fiski er sleppt.

Gunnar Andri Viðarsson t.v. og Elías Pétur Viðfjörð Villimaður með …
Gunnar Andri Viðarsson t.v. og Elías Pétur Viðfjörð Villimaður með þrjá laxa úr Kvörninni. Alls eru komnir 165 laxar úr Leirvogsá. Ljósmynd/Aðsend

Þeir lönduðu einum laxi í morgun sem tók maðk á Nýju-Brú og svo misstu þeir einn á flugu í Neðri-Skrauta. Elías Pétur Viðfjörð, einn af Villimönnum, lét vel af Leirvogsá og sagði hann mikið af fiski í ánni en takan væri róleg. „Þetta kemur örugglega seinnipartinn,“ sagði Elías í samtali við Sporðaköst, nú í hléinu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert