Tröllslegir hængar

Bjarni Hafþór með hænginn úr Langhyl. Gott er að dæma …
Bjarni Hafþór með hænginn úr Langhyl. Gott er að dæma stærð fiska af gripinu við sporðblöðkuna. Ef ekki næst utan um styrtluna eru allar líkur á að fiskurinn standi 10 kíló. Ljósmynd/Aðsend

Tveir tröllslegir hængar komu á þurrt síðustu daga. Annar var í Kjarrá 98 sentimetrar og hinn veiddist í Langhyl í Laxá á Ásum og mældist 97 sentimetrar. Báðir þessir hængar eru farnir að taka á sig haust- og hrygningarlit og orðnir vígalegir.

Hængurinn í Laxá á Ásum er einkar fallegt eintak með vígalegan gogg. Það var Bjarni Hafþór Helgason sem setti í fiskinn á hálftommu rauða Frances. Hann sagði í samtali við Sporðaköst að viðureignin hefði tekið tæpan hálftíma. „Það háttar þannig til við Langhyl að þar er hátt sef við báða bakka og ef fiskurinn keyrir inn í það þá er viðureignin að öllum líkindum töpuð. Ég vandaði mig við að taka ekki of fast á honum til að gera hann ekki vitlausan.“

98 cm hængur sem veiddist á þriðjudagsmorgun í veiðistaðnum EP …
98 cm hængur sem veiddist á þriðjudagsmorgun í veiðistaðnum EP mjög ofarlega í Kjarrá í Borgarfirði á 1/2 tommu Blöndu-Frigga. Annar af stærstu fiskum úr ánni í sumar. Smári Rúnar Þórðarson

Þreytingin fór að mestu fram í miðjum hylnum og náði Bjarni Hafþór að halda fisknum frá sefinu og landa þessum myndarlega hæng. Eftir fyrri vaktina í dag voru komnir á land 475 laxar í Ásunum. Það þykir frekar dræm veiði í Ásunum en þó betri en í öðrum ám í Húnavatnssýslu, sérstaklega þegar haft er í huga að stangir í Ásunum eru aðeins fjórar.

Vel fór á með þeim í lokin. Í forgrunni má …
Vel fór á með þeim í lokin. Í forgrunni má sjá sefið sem Bjarni Hafþór vitnar til. Að sama skapi er það líka við hinn bakkann. Ljósmynd/Aðsend

Hængurinn í Kjarrá var eins og fyrr segir 98 sentimetrar og nú fer að renna upp sá tími að hængarnir taka á sig riðbúning og verða árásargjarnari og þá oft taka þeir flugur veiðimanna. Þá veiðast oft þeir stærstu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert