Miklu meira af gæs en í fyrra

Klea hefur haft í nógu að snúast í heiðagæsaveiðinni. Veiðin …
Klea hefur haft í nógu að snúast í heiðagæsaveiðinni. Veiðin hefur verið góð og stofninn hefur aldrei verið stærri. Ljósmynd/Aðsend

„Það er búin að vera svakaleg aukning á heiðagæsinni síðustu fjögur, fimm árin. Síðustu tvö árin hefur þetta hreinlega verið stökk upp á við. Það er alveg óhemja af fugli,“ segir Snorri Þór Gunnarsson gæsaveiðimaður í samtali við Sporðaköst. Hann og Sigvaldi Jóhannesson veiðifélagi hans fara til veiða á hverju kvöldi fyrsta hálfa mánuðinn eða svo á gæsaveiðitímanum. Þeirra veiðilendur eru fyrst og fremst Fljótsdalsheiðin og Jökuldalsheiðin.

Að stunda heiðagæsaveiði kallar á töluverða útgerð. Öfluga bíla og …
Að stunda heiðagæsaveiði kallar á töluverða útgerð. Öfluga bíla og veiðin er oft hörkupúl. Þeir Snorri og Sigvaldi skjóta mest á stóru heiðunum fyrir austan. Ljósmynd/Aðsend

„Það eru alveg svakalegir geldfuglahópar af heiðagæs og þeir stækka bara og stækka á hverju ári þannig að það er ljóst að mikið af unga er að komast upp.“

Þeir félagar hafa gert mjög góða veiði fyrstu daga veiðitímans. Þetta er nánast eingöngu kvöldflug við vatn og tjarnir.  „Við skjótum aðeins í túnum eftir að frystir uppi en yfirleitt er heiðagæsin fljót að koma sér í burtu þegar veðráttan breytist.“

Fyrsti dagur í gæs. Fyrir aftan Snorra liggja þeir Sigvaldi …
Fyrsti dagur í gæs. Fyrir aftan Snorra liggja þeir Sigvaldi og hundurinn Boss. Ljósmynd/Aðsend

Það er að aukast mannskapurinn sem sækir í heiðagæsaveiðina segir Snorri. Þó telur hann að það séu ekki margir að stunda þessa veiði af krafti. Frekar að menn séu að skreppa einn og einn túr.

„Þegar mikið veiðist er þetta hörkupúl. Við erum á þessum tíma klárir upp úr hálfníu, búnir að stilla upp og mest er veiðin rétt fyrir ljósaskiptin og í ljósaskiptunum. Þessu fylgir mikið labb og mikill burður.“

Það er eins gott að vera með nóg af öllu. …
Það er eins gott að vera með nóg af öllu. Þeir félagar nota 42 gr. skot, haglastærð 3. Ljósmynd/Aðsend

Þeir félagar nota haglaskot númer þrjú, 42 gramma hleðslu. Þegar spurt er af hverju svona stór högl svarar Snorri að það sé minna um blóðhlaup og kjötskemmdir þegar höglin eru færri.

Eitthvað sem einkennir þessa byrjun?

„Það sem kemur manni á óvart á hverju ári, er hvað aukningin er mikil milli ára af fugli. Það er bara eins og núna. Það er miklu meira af fugli en í fyrra og var þó mikil aukning þá. Aukningin er ekkert að minnka. Þetta er bara að magnast,“ segir Snorri.

Hann er virkur bæði á Instagram og Snapchat og á báðum miðlum undir merkinu snorrismali. Um að gera að kíkja á það.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert