Vikulegar veiðitölur úr laxveiðinni

Stórlax úr Urriðafossi í Þjórsá fyrr í sumar.
Stórlax úr Urriðafossi í Þjórsá fyrr í sumar. IO

Viku­leg­ar veiðitöl­ur úr laxveiðiám lands­ins birt­ust í morg­un á vef Lands­sam­bands veiðifé­laga, en töl­fræðin nær frá 16. til 22. ág­úst. Eystri- og Ytri-Rangá eru eins og í síðustu viku með mesta heildarveiði og þá er augljóst að síðsumarsbragur er kominn yfir veiðina á Vesturlandi.

Eystri-Rangá er kom­in í efsta sætið þar sem heild­ar­veiðin er kom­in í 3060 laxa og þar er góð veiði þessa dag­ana og veidd­ust 409 lax­ar í síðustu viku. Á sama tíma fyr­ir ári stóð heild­ar­veiðin í 1608 veidd­um laxum og því um mikinn viðsnúning að ræða. 

Í öðru sæti er Ytri-Rangá með heild­ar­veiði 2556 laxar og gaf síðasta vika 268 laxa. Á sama tíma fyr­ir ári stóð heild­ar­veiðin í 4218 því umtalsvert minni veiði nú. 

Þverá/​Kjar­rá í Borg­ar­f­irði er í þriðja sætinu þar sem veiðin er kom­in í 2271 laxa en þar veidd­ust aðeins 69 laxar í síðustu viku og hefur þar dregið mikið úr veiði. Á sama tíma fyr­ir ári voru komn­ir þar á land 1777 lax­ar og veiðin í ár því mun betri en í fyrra.

Þá er Miðfjarðará fjórða sætinu og komin yfr 2000 laxa og með ágætis vikuveiði.

Hér er list­inn yfir 10 efstu árn­ar eins og staðan er þessa vik­una.

  1. Eystri-Rangá 3060 lax­ar - viku­veiði 409 lax­ar (1608 á sama tíma 2017)
  2. Ytri-Rangá 2556 lax­ar - viku­veiði 266 lax­ar (4218 á sama tíma 2017)
  3. Þverá og Kjar­rá 2.202 laxar­ - viku­veiði 69 lax­ar (1777 á sama tíma 2017)
  4. Miðfjarðará 2039 lax­ar – viku­veiði 176 lax­ar (2668 á sama tíma 2017)
  5. Norðurá 1497 lax­ar - viku­veiði 42 lax­ar (1355 á sama tíma 2017)
  6. Haffjarðará 1353 lax­ar - viku­veiði 66 lax­ar (1237 á sama tíma 2017)
  7. Langá 1288 lax­ar – viku­veiði 79 lax­ar (1.149 á sama tíma 2017)
  8. Urriðafoss í Þjórsá 1211 lax­ar – vikuveiði 72 laxar (742 á sama tíma 2017)
  9. Selá í Vopnafirði 1111 lax­ar – vikuveiði 82 laxar (813 á sama tíma 2017)
  10. Elliðaárnar 857 lax­ar - viku­veiði 46 lax­ar (764 á sama tíma 2017)

Nán­ar má kynna sér þess­ar töl­ur hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert