Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiám landsins birtust í morgun á vef Landssambands veiðifélaga, en tölfræðin nær frá 16. til 22. ágúst. Eystri- og Ytri-Rangá eru eins og í síðustu viku með mesta heildarveiði og þá er augljóst að síðsumarsbragur er kominn yfir veiðina á Vesturlandi.
Eystri-Rangá er komin í efsta sætið þar sem heildarveiðin er komin í 3060 laxa og þar er góð veiði þessa dagana og veiddust 409 laxar í síðustu viku. Á sama tíma fyrir ári stóð heildarveiðin í 1608 veiddum laxum og því um mikinn viðsnúning að ræða.
Í öðru sæti er Ytri-Rangá með heildarveiði 2556 laxar og gaf síðasta vika 268 laxa. Á sama tíma fyrir ári stóð heildarveiðin í 4218 því umtalsvert minni veiði nú.
Þverá/Kjarrá í Borgarfirði er í þriðja sætinu þar sem veiðin er komin í 2271 laxa en þar veiddust aðeins 69 laxar í síðustu viku og hefur þar dregið mikið úr veiði. Á sama tíma fyrir ári voru komnir þar á land 1777 laxar og veiðin í ár því mun betri en í fyrra.
Þá er Miðfjarðará fjórða sætinu og komin yfr 2000 laxa og með ágætis vikuveiði.
Hér er listinn yfir 10 efstu árnar eins og staðan er þessa vikuna.
Nánar má kynna sér þessar tölur hér.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |